Lág vatnsstaða vegna óvenjulegs veðurs

Talið er að vatnshæðin hækki þegar líður fram á haust.
Talið er að vatnshæðin hækki þegar líður fram á haust. Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson

Ástæða þess hversu lítið vatn hefur verið í Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði í sumar er að öllum líkindum sú að grunnvatnsstaðan á svæðinu er óvenjulág. Helsta orsök þess er tengd veðurfari á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár, lítilli úrkomu og að síðasti vetur var óvenjusnjóléttur.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Vatnaskilum sem falið var að leggja mat á hvaða skýringar væru á óvenjulágri vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni í sumar. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðarbæjar í gær. Samþykkt var á fundinum að óska eftir kostnaðarmati á greiningu á grunnvatni í upplandi Hafnarfjarðar til að auka þekkingu á vatnsbólinu í Kaldárbotnum, vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni og orsakir lágrar vatnsstöðu.

Einnig kemur fram í skýrslunni að vatnsborð í öðrum stöðuvötnum, t.d. Rauðavatni, sé einnig óvenjulágt og grunnvatnshæð hafi mælst mjög lág í sögulegu samhengi í borholum í Heiðmörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert