Ráðhúsið vaktað vegna áreitni

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögregla vaktaði Ráðhús Reykjavíkur á þriðjudaginn á meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir eftir að meintur byssumaður áreitti varaborgarfulltrúa.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr Ráðhúsinu mun sami maður og var sakaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka, hafa áreitt Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins.

Baldur vildi ekki tjá sig við blaðið og sagði málið vera í ferli hjá lögreglu. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, vildi heldur ekki tjá sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert