Öngþveiti eftir netárás

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Vart hefur orðið við mikla greiðsluörðugleika í kvöld og hafa margir ekki geta notað greiðslukortin sín eftir að netárás var gerð á fjármála- og greiðslumiðlunarfyrirtæki.

Öngþveiti hefur skapast víða, til að mynda á þéttsetnum veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur þar sem gestir hafa ekki geta borgað fyrir sig að kvöldverði loknum.

Heimildir mbl.is herma einnig að viðskiptavinir Hreyfils hafi á tímabili ekki getað nýtt sér þjónustu leigubíla án þess að vera með reiðufé.

Á sama tíma hafa myndast langar biðraðir við hraðbanka í miðborginni þar sem fólk freistar þess að taka út reiðufé til að borga fyrir þjónustu.

Örðugleikar einnig erlendis

Samkvæmt upplýsingum frá Valitor er nú unnið að því að laga vandamálið.

Netárás hafi verið gerð á fyrirtækið sem valdið hefur truflun á þjónustu við viðskiptavini. Jónína Ingvadóttir, upplýsingafulltrúi Valitor, segir að árásin hafi ekki beinst að innri kerfum og ógni ekki gagnaöryggi. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hafa viðskiptavinir einnig átt í greiðsluörðugleikum víðar en á Íslandi, m.a. í Bandaríkjunum.

Uppfært 21.40:

Uppfært 22.15:

Samkvæmt upplýsingum frá Valitor er þjónusta fyrirtækisins að mestu komin í lag aftur, eftir umfangsmikla netárás fyrr í kvöld.

Enn er þó sagður möguleiki á einstaka truflunum. Unnið sé að því að gera allar þjónustur virkar.

Tekið er fram í tilkynningu frá fyrirtækinu að árásin hafi ekki beinst að innri kerfum og ekki ógnað gagnaöryggi, og er velvirðingar beðist á þessum truflunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert