Var líklega látinn er hann var skotinn í höfuðið

Angj­el­in Sterkaj. Hann hefur játað að hafa orðið Armandio Beqirai …
Angj­el­in Sterkaj. Hann hefur játað að hafa orðið Armandio Beqirai að bana í Rauðagerði 13. febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skotsár á höfði Armando Beqirai voru að öllum líkindum veitt þegar hann var nú þegar látinn. Hann beið líklega bana af skotum í bak.

Þetta sagði réttarmeinafræðingur við aðalmeðferð Rauðagerðis-málsins, sem fram var haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hófst í gær. 

Réttarmeinafræðingurinn sagði að viðbrögð líkamsvefjar í Armando bentu til þess að tvö skotsár, sem hann hlaut á höfði, gætu hafi verið veitt á meðan hann lá í jörðinni. 

Hann var skotinn til bana 13. febrúar síðastliðinn fyrir utan heimili sitt að Rauðagerði í Reykjavík. 

Verður erfitt að sanna sjálfsvörn

Spurningar verjanda Angjelin Sterkaj, sem játað hefur að hafa skotið Armando til bana, bentu að mörgu leyti til þess að hann freistaði þess að sanna að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Angjelin sagði enda sjálfur í héraðsdómi í gær að hann hafi skotið Armando þegar hann gerði sig líklegan til að veitast að honum með haglabyssu. 

Réttarmeinafræðingurinn rakti öll þau níu skotsár sem Armando var veitt, hvar þau komu inn í líkama hans og hvort og hvar þau gengu út. Tvö þeirra höfnuðu í höfuði Armandos, eitt í úlnlið hans, tvö í bak og önnur í brjóstkassa eða annars staðar í búk hans. 

Armando Beqirai.
Armando Beqirai.

Guðjón Marteinsson dómari spurði réttarmeinafræðinginn hvort segja mætti til um af hvaða færi Armando var skotinn. Svaraði réttarmeinafræðingurinn því að ekkert benti til þess að um nærskot væri að ræða, sem alltént eru miðuð við um eins meters færi eða nær. Þá voru engin skotsár sem bentu til þess að vera snertisár, þ.e. skotsár sem verða þegar skotvopn snertir viðfangið. 

Af því má ráða, að sögn réttarmeinafræðings, að Armando hafi verið skotinn til bana af meira en eins meters færi og hafi e.t.v. legið í jörðinni látinn þegar hann var skotinn tvisvar í höfuðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert