Lars Lönnroth sæmdur heiðursdoktorsnafnbót HÍ

Lars Lönnroth, prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla.
Lars Lönnroth, prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla. Ljósmynd/Aðsend

Dr. Lars Lönnroth, prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla, verður gerður heiðursdoktor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. september.

Þetta kemur fram í tilkynningu Háskóla Íslands.

Lars Lönnroth hefur rannsakað Brennu-Njálssögu og skrifaði um hana rit sem kom út árið 1975. Auk þess hefur hann innleitt ýmsar nýjar hugmyndir í svið íslensku fræða, meðal annars um tengsl íslenskra fornbókmennta og evrópskra miðaldamenningar, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Á starfsferli sínum hefur Lönnroth meðal annars starfað hjá Álaborgarháskola og Berkeleyháskóla í Kaliforníu.

„Hann hefur unnið mikið starf við útbreiðslu íslenskrar menningar um allan heim, meðal annars með þýðingum sínum. Auk heldur er hann mikill og einlægur Íslandsvinur, tíður gestur hér og gamall nemandi við skólann. Bæði fyrir þessi samskipti og fræðistörf sín er hann verðugur heiðursdoktor við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert