230 skráðir í Domino's-hlaupið

Endamarkið í Adidas-hlaupinu í sumar.
Endamarkið í Adidas-hlaupinu í sumar. Ljósmynd/Ívar Jósafatsson

Alls hafa 230 hlauparar skráð sig til leiks í Domino's hlaupið í fyrramálið. Þar af ætla 23 að hlaupa maraþon. Hlaupið er sárabót fyrir hlaupara eftir að Reykjavíkurmaraþonið sem átti að fara fram í lok ágúst var fellt niður.

Ívar Páll Jósafatsson, einn af skipuleggjendum hlaupsins, segir þátttökuna mjög góða miðað við lítinn fyrirvara. Frítt er í hlaupið en Domino's greiðir fyrir þátttökuna.

Hlaupið er með flögu og geta hlauparar fengið tímann skráðan.

Hlaupin verður sama leið og í vormaraþoninu.

Flestir, eða 106, ætla að hlaupa 10 km. Þá ætlar 101 að fara hálfmaraþon og sem fyrr segir 23 að hlaupa maraþon.  

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert