Ellefu mál vegna ásakana um áreitni eða ofbeldi

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg. mbl.is

Ellefu mál hafa komið á borð stjórnenda Landsvirkjun vegna ásakana um kynferðislega áreitni, áreiti eða ofbeldi á síðustu fjórum árum.

Stuðst var við viðbragðsáætlun fyrirtækisins í þessum tilvikum, að því er Kjarninn greinir frá.

Tveimur málum lauk með sátt, tveimur með munnlegri áminningu, tveimur með skriflegri áminningu, þremur með starfslokum og tvö mál sem sneru að ytri aðilum voru leyst á annan hátt.

Viðbragðsáætlunin er í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi.

mbl.is