Icelandair fylgist grannt með þróun gossins

Icelandair er með regluleg flug til Tenerife, en næsta flug …
Icelandair er með regluleg flug til Tenerife, en næsta flug þangað er á miðvikudaginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldgosið á eyj­unni La Palma hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og stendur. 

„Við erum ekki með beint flug til Kanarí (Gran Canaria), fyrr en leiguflug, seinni partinn í október,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Icelandair er með regluleg flug til Tenerife, en næsta flug þangað er á miðvikudaginn. 

Eldgosið er nýskeð og því liggur ekki fyrir hvaða áhrif það mun koma til með að hafa á flugumferð en það ræðst af því hve mikil öskudreifing verður, ef einhver. 

Flugfélagið fylgist grannt með þróun mála.

Eldgos á eyjunni La Palma.
Eldgos á eyjunni La Palma. AFP
mbl.is