Hviður allt að 45 metrar á sekúndu

Syðst á landinu verður kröpp vestanátt.
Syðst á landinu verður kröpp vestanátt. Kort/Windy.com

Kröpp lægð er á leið norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfar hennar gerir hvassa vestanátt syðst.

Í Öræfum við Hnappavelli og Kvísker verða snarpar hviður af jökli, 35-45 metrar á sekúndu frá um kl. 15 og fram á kvöld, að sögn Veðurvaktarinnar.

mbl.is