Víða rigning með köflum í dag

Víða verður rigning með köflum en þurrt austast á landinu.
Víða verður rigning með köflum en þurrt austast á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð vestan og norðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15-23 í vindstrengjum nærri suðurströndinni um hádegi.

Víða verður rigning með köflum, en þurrt austast á landinu. Dregur úr vindi í kvöld og úrkomuminna.

Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig.

Í fyrramálið verða austan og norðaustan 15 til 23 metrar á sekúndu og rigning, en sums staðar slydda norðantil. Heldur hægari vindur verður norðaustanlands framundir hádegi.

Gengur í suðvestan 18-25 og dregur úr úrkomu á sunnan- og austanverðu landinu eftir hádegi á morgun. Dregur úr vindi vestantil annað kvöld. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, en kólnar um kvöldið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert