Sóknir í Skagafirði fá nýjan líkbíl

Fulltrúar kirkjusókna í RSkagafirði við nýja bílinn ásamt bílstjóranum Jóni …
Fulltrúar kirkjusókna í RSkagafirði við nýja bílinn ásamt bílstjóranum Jóni Herði Elíassyni, sem er lengst til hægri á myndinni. Ljósmynd/Feykir

Kirkjusóknir í Skagafirði hafa fengið afhentan nýjan og glæsilegan líkbíl af gerðinni Benz. Tekur hann við af 40 ára gömlum Chevrolet sem hefur verið í þjónustu fyrir Sauðárkrókskirkju og fleiri sóknir í Skagafirði frá 1998, þegar RKÍ gaf sjúkrabíl sem var síðan breytt í líkbíl.

Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar söfnuðu fyrir nýjum líkbíl. Var hann pantaður hjá Bílaumboðinu Öskju og Bílaskjól sá um innréttingar. Feykir greinir frá afhendingu bílsins. Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju ákvað árið 2019 að ráðast í endurnýjun og fá fleiri sóknir til liðs við sig. Góð gjöf kom frá Kiwanisklúbbnum Drangey og fleiri klúbbar fylgdu í kjölfarið. Þá barst ein milljón frá Steypustöð Skagafjarðar, til minningar um Pálma Friðriksson. Fleiri fyrirtæki lögðu söfnuninni lið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert