Einangrunin erfið fyrir konur í fæðingu

Edythe Mangindin ljósmóðir og doktorsnemi í ljósmóðurfræðum lýsti því í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins, hvernig heimfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á bæði starf ljósmæða og kvenna í fæðingu og lýsti upplifun sinni af því að sinna konum í einangrun.

Segir hún aðstæður vera afar erfiðar þegar óléttar konur veikjast af kórónuveirunni eða eru í sóttkví í fæðingu enda þurfa þær þá að fæða án stuðningsaðila sem getur valdið streitu og komið í veg fyrir að „ástarhormónin“, sem eru svo mikilvæg í fæðingunni, gegni sínu hlutverki.

Ofan á það þurfa ljósmæður að vera huldar með hlífðarbúnaði frá toppi til táar og þurfa fylgja ströngum reglum í fæðingunni og þá er að sögn Edythe mjög erfitt að sinna því persónulega starfi sem ljósmæður gegna eins vel og þær vilja og tengjast konunum.

„Eins og að hlaupa maraþon“

„Þetta er svo erfitt. Við erum að reyna okkar besta að bjóða bestu þjónustu sem mögulegt er. En þetta er búið að vera mjög erfitt út af öllum þessum reglum,“ segir Edythe áður en hún lýsir því hvernig hún þurfti að sinna konu sem var greind með Covid-19 sem þurfti að fara í keisaraskurð.

Sagði hún jafnframt erfitt fyrir konur að halda áfram í einangrun eftir fæðinguna. 

„Það er svona tímapunktur sem konur eiga að vera með stuðning af því að þær þurfa að hvíla sig. Þær þurfa aðstoð með brjóstagjöf, jafna sig eftir allt þetta. Ég segi alltaf í foreldrafræðslu að það að fæða barn er eins og að hlaupa maraþon eða klífa fjall.

Þetta eru rosa mikil átök og það er þörf á að hvíla sig og jafna sig eftir þetta og fá stuðning til að sinna barninu. Að verða móðir, að komast í hlutverkið,“ segir Edythe.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert