Framvísaði ökuskírteini en reyndist réttindalaus

Ökumaður sem stöðvaður var á för sinni í miðbænum í nótt framvísaði ökuskírteini en það átti hann alls ekki að hafa í fórum sínum þar sem hann var réttindalaus. Ástæðan fyrir því að hann var með kortið mikilvæga var sú að við sviptingu sagði hann ökuskírteini sitt týnt. Um er að ræða ítrekað brot og var skírteinið haldlagt. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar er ekki mikið annað fréttnæmt. 

Nokkrir voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt vegna gruns lögreglu um ölvunar- eða fíkniefnaakstur þeirra. 

Þá var brotist inn í fyrirtæki í Reykjavík í gær. Lyklabox var brotið upp og lykilinn notuðu innbrotsþjófarnir til þess að komast inn. Einhverju var stolið, þar á meðal kveikjulási bifreiðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert