Rafmagn fór af í Árneshreppi

Kort/Map.is

Rafmagn fór af Árneshreppi á ellefta tímanum í morgun, en það komst aftur á á þriðja tímanum.

Leit að bilun stóð yfir í um þrjá tíma, en lína slitnaði við Bólstað í Selárdal í Steingrímsfirði þar sem línan fer upp á Trékyllisheiði. Einnig var þar mikil ísing og sjávarselta á línum sem þurfti að þrífa, að því er segir á vefnum Litla Hjalla í Árneshreppi. 

Þar segir ennfremur að snarvitlaust veður sé á svæðinu. Norðan 20 til 26 metrar á sekúndu í Árneshreppi, en hægari á Hólmavíkursvæðinu en þar er allt hvítt í sjó fram.

Eitthvað á að hægja með kvöldinu en síðan á að vera enn verra veður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert