Ekki góð umferðarvika

Tíu umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku og verður það að teljast í meira lagi.

Umferðaróhöppin á höfuðborgarsvæðinu voru annars alls fimmtíu og því ljóst að þetta var ekki góð vika þegar umferðin var annars vegar, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá í tilkynningu.

Hún hvetur alla vegfarendur til að aka varlega og sýna tillitssemi.

mbl.is