Það koma stundum augnablik þar sem allt gengur upp

1. sæti. Sílafugl í rigningu. Myndin er tekin við Ingólfshöfða …
1. sæti. Sílafugl í rigningu. Myndin er tekin við Ingólfshöfða í júní. Þá er lundinn byrjaður að flytjasíli og loðnu til unganna. Þarna er mikil lundabyggð í friðlandinu og hægtað ná góðum myndum,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson um sigurmyndina. Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson

Um 500 myndir bárust í ljósmyndakeppni mbl.is sem haldin var í sumar. Keppnin var ætluð áhugaljósmyndurum og þurftu innsendar myndir að tengjast þemanu „flug“ með einhverjum hætti. Þátttakendum var heimilt að breyta myndum og vinna þær að vild.

Einar Rúnar Sigurðsson.
Einar Rúnar Sigurðsson.

Verðlaunin voru glæsileg, fyrir fyrsta og annað sætið var Samsung Galaxy S21+ og verðlaun fyrir þriðja sætið var 100 þúsund króna gjafakort hjá Icelandair. Dómnefnd skipuðu þau Svanhvít Ljósbjörg Gígja, forstöðumaður innri samskipta og þróunar hjá Árvakri, Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is, Árni Sæberg ljósmyndari og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum.

2. sæti. Krían vakir yfir gamla bátnum við vitann. Þetta …
2. sæti. Krían vakir yfir gamla bátnum við vitann. Þetta er samsett mynd sem er annars vegar tekin skammt frá Garðskagavita og hins vegar í sólsetri á Akranesi,“ segir Dúddi ljósmyndari um myndina sem hafnaði í öðru sæti. Myndin kallast „Krían hennar“. „Þessi mynd er lýsandi fyrir það sem ég vil ná fram ímyndum mínum,“ segir Dúddi. Ljósmynd/Dúddi Photo Art


„Ég hef verið að taka myndir allt mitt líf og ætlaði alltaf að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór en svo lenti ég í öðru,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, sigurvegari keppninnar.

Sigurmyndin er af lunda að færa unga sínum vænt síli við Ingólfshöfða og er lýsandi fyrir myndir Einars. „Ég starfa sem fjallaleiðsögumaður og við ferðaþjónustu og nota hvert tækifæri til að mynda. Maður lærir helling á að fara með ljósmyndara um landið en svo er ég líka alltaf einn að þvælast um landið með myndavélina,“ segir Einar sem birtir myndir sínar á vefnum einarr.picfair.com.

Hann segir að æfingin skapi meistarann og lykillinn að því að ná góðum myndum sé að vera duglegur. „Ég tek kannski þúsund myndir til að fá eina svona góða mynd. Það koma stundum augnablik þar sem allt gengur upp.“ 

3. sæti. Skugginn af flugvélinni í mekkinum. Skugginn af flugvélinni …
3. sæti. Skugginn af flugvélinni í mekkinum. Skugginn af flugvélinni birtist í reyknum og gufunni frá eldgosinu og svo kom regnbogahringur í kring. Þetta var bara í örfáar sekúndur og ótrúleg heppni að ná þessari mynd,“ segir Unndís um myndina sem varð í 3. sæti. Ljósmynd/Unndís Ósk Gunnarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »