Hátt í þriðja tug bíla lent út af í dag

„Við höfum verið að draga bíla í allan dag, en …
„Við höfum verið að draga bíla í allan dag, en við erum hætt núna því vegagerðin er farin að fylgja bílum yfir." Ljósmynd/Bryndís Harðardóttir

Slæmt veður hefur verið að hrella ökumenn á hringveginum í dag en fjöldinn allur af bílum hefur lent út af veginum. 

Bryndís Harðardóttir, sem rekur dráttarþjónustu í Vík í Mýrdal, segir í samtali við mbl.is að  hátt í tuttugu bílar hafi farið út af hjá Reynisfjalli en mikið vonskuveður er á svæðinu og vindhviður allt að 30 metra á sekúndu. 

Önnur umferðaróhöpp hafa átt sér stað í dag en Hellisheiðinni …
Önnur umferðaróhöpp hafa átt sér stað í dag en Hellisheiðinni var lokað í stuttu stund í dag eftir að sex bílar fóru útaf og vörubíll þveraði veginn. Ljósmynd/Bryndís Harðardóttir

Bryndís rekur dráttarbílaþjónustu í Vík með fjölskyldunni sinni og segir að þau hafi verið að í allan dag að hjálpa ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum.

„Við höfum verið að draga bíla í allan dag, en við erum hætt núna því vegagerðin er farin að fylgja bílum yfir. Þeir fóru að fylgja yfir um fimm eða sex leytið, þeir hefðu mátt gera þetta fyrr. Það hefur verið gríðarleg umferð þarna í allan dag,“ segir Bryndís í samtali við blaðamann mbl.is.

Hún segir ökumennina aðallega vera erlendir ferðamenn sem halda að þeir séu á vetrardekkjum en raunin sé önnur.

Önnur umferðaróhöpp hafa átt sér stað í dag en Hellisheiðinni var lokað í stuttu stund í dag eftir að sex bílar fóru útaf og vörubíll þveraði veginn.

mbl.is