Flogið frá Akureyri til Amsterdam

Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel mun hefja vetrarflug frá Amsterdam til Akureyrar eftir áramót, fyrsta flugið er 11. febrúar 2022. Með því tekur ferðaskrifstofan á ný upp þráðinn frá því áður en kórónuveirufaraldur skall á heimsbyggðinni. Nokkrar ferðir voru á hennar vegum á þessum legg í febrúar og mars árið 2020.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hjalti Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir að alls muni ferðaskrifstofan bjóða upp á flug frá Amsterdam til Akureyrar yfir fimm vikna tímabil, flogið verður tvisvar í viku, alls 10 ferðir. Voigt Travel hóf flug milli Amsterdam og Akureyrar sumarið 2019. „Ferðaskrifstofan hefur þegar fjárfest í markaðsstarfi vegna þessa flugs og vill halda því áfram en auk þess að vera með vetrarflugið eftir áramótin verður beint flug milli þessara staða einnig í boði næsta sumar,“ segir Hjalti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »