Það kólnar

Fyrsti dagur vetrar var í gær.
Fyrsti dagur vetrar var í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt og skúri eða dálitla rigningu í dag, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þá verður skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. 

Norðaustan 5-13 og rigning með köflum víða um land seinnipartinn, en 13-18 m/s NV-til í kvöld og slydda til fjalla þar. Hiti 2 til 9 stig, mildast SV-lands,“ segir í hugleiðingunum. 

Hvað varðar morgundaginn gerir veðurspá ráð fyrir norðan 8-15 metrum á sekúndu á morgun og er útlit fyrir að hvassast verði á Vestfjörðum. 

Dálítil él á N-verðu landinu, en hægara og sums staðar lítilsháttar væta sunnan heiða. Lægir heldur og rofar til um kvöldið. Kólnandi veður.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is