Andlát: Ríkarður Örn Pálsson

Ríkharður Örn Pálsson.
Ríkharður Örn Pálsson.

Ríkarður Örn Pálsson, bassaleikari, tónskáld, útsetjandi og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins til margra ára, er fallinn frá. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson greinir frá þessu, en þeir Ríkarður voru nánir vinir til áratuga.

Ríkarður fæddist í júní árið 1946 á Íslandi en ólst upp í Danmörku, en faðir hans var danskur. Síðar flutti Ríkarður aftur til Íslands og var meðal annars kontrabassaleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árin 1977-1978. Eftir það starfaði hann að miklu leyti sem tónlistargagnrýnandi, en auk þess samdi hann tónlist fyrir ýmsa miðla, meðal annars kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Þá tók Ríkarður þátt í Kontrapunkti fyrir hönd Íslands um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert