Tveir unnu 885 þúsund krónur

Tveir miðahafar unnu þriðja vinnig í Vik­inglotto kvöldsins.
Tveir miðahafar unnu þriðja vinnig í Vik­inglotto kvöldsins.

Eng­inn vann fyrsta né annan vinn­ing í út­drætti kvölds­ins í Vik­inglottó en tveir miðahafar hnepptu þriðja vinning og fengu hvor um sig 884.880 þúsund krónur.

Einn miðhafanna er í áskrift en hinn var keyptur á lotto.is.

Enginn var með all­ar rétt­ar töl­ur í Jókern­um í kvöld.

Fimm voru með fjórar réttar og fá 100.000 krón­ur í sinn hlut. Einn miði var í áskrift, einn var keypt­ur í Happahúsinu í Kringlunni, einn á Olís í Reykjanesbæ og tveir í lottó-app­inu.

Töl­ur kvölds­ins voru 9-11-16-29-35-39.

Víkingatalan var 4.

Jóker­töl­ur kvölds­ins voru 5-7-6-7-0.

mbl.is