Ekki fleiri Covid-flutningar síðan 27. ágúst

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eitt af því …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eitt af því tímafrekasta eru Covid-19-flutningar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Farnir voru 26 Covid-19-tengdir sjúkraflutningar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær og hafa þeir ekki verið fleiri síðan 27. ágúst.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins þar sem athygli er vakin á því að þrátt fyrir að landinn, og þar með taldir starfsmenn slökkviliðsins, sé orðinn leiður á faraldrinum og þeim takmörkunum sem hann býður upp á, sé honum hvergi nærri lokið. 

Allir orðnir þreyttir á að fá pinna í nefið 

„Það eru allir orðnir þreyttir á Covid, líka við hjá SHS. Hérna eru allir starfsmenn prófaðir a.m.k. einu sinni í viku og allir orðnir þreyttir á að fá pinna í nefið.

Við erum með grímu og hanska í öllum útköllum sem við förum í og eftir atvikum heilgalla og gleraugu/andlitshlíf.

Við, eins og margar aðrar stéttir, höfum sett lífið okkar svolítið á bið þar sem að við höfum ekki getað leyft okkur allt sem okkur langar til. Það gerum við af virðingu við starfsemina sem fer hér fram, vinnufélaga, skjólstæðinga og aðra,“ segir í færslunni. 

Lesa má færsluna í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert