Lyfjastofnun fylgist með Covid-lyfi

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Ljósmynd/Almannavarnir

Lyfjastofnun hefur úrræði til þess að veita undanþáguleyfi fyrir hið nýja Covid-lyf molnupiravir, sem gert er úr einstofna mótefni. Þetta lyf er í töfluformi sem gerir mönnum kleift að nýta það utan spítalanna. Lyfið er sagt geta fækkað innlögnum verulega. Fréttir bárust í fyrradag um að lyfið hefði verið samþykkt af breska lyfjaeftirlitinu.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri stofnunarinnar, segir að stofnunin hafi leyfi til þess að veita undanþágu sé óskað eftir því. Það væru þá að öllum líkindum yfirmenn smitsjúkdómadeildar á Landspítala eða sóttvarnalæknir sem yrðu að óska eftir því. Þetta fari þó allt eftir því hvort lyfið molnupiravir sé tiltækt fyrir Ísland og sagðist Rúna ekki geta svarað hvort svo væri. Það þyrfti að kanna ef óskað væri eftir leyfi fyrir lyfinu. „Við fylgjumst mjög náið með því hvort þetta sé tiltækt fyrir Ísland og hvort það sé áhugi fyrir því að nota þetta.“

Sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, segir að það sé ekki í sínum höndum að ákveða hvort lyfið verði tekið til notkunar hér á landi heldur sé það meðhöndlandi lækna á smitsjúkdómadeild Landsíptalans að taka ákvörðun um það. Þá hafi ekki verið rætt hvernig ætti að nota lyfið hér á landi og hverjum ætti að gefa það. Hann viti ekki til að fengist hafi niðurstaða í það mál. Ekki náðist í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómalækninga, við vinnslu fréttarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert