Var ógnað með skotvopnum

Lögregla var kölluð til á svæðið.
Lögregla var kölluð til á svæðið. mbl.is/Eggert

Þremur ungum mönnum var ógnað með skotvopni í sumarbústað á Austurlandi í nótt. 

Einn vinanna, Jóhann Ingi Magnússon, segir í samtali við mbl.is að hann hafi verið að skemmta sér með vinum sínum þegar atvikið átti sér stað. 

„Við vorum með partý í gær, það komu stelpur inn og báðu okkur um að reka gæja út af því að einn af þeim var að snerta sig. Fullorðnir menn og þetta voru ungar stelpur,“ segir Jóhann. 

„Við rekum þá í burtu en þeir vildu ekki fara, fóru bara stutt og komu alltaf aftur. Síðan hótuðu þeir að drepa alla fjölskylduna mína, ég varð pirraður og ætlaði að berja þá og þá kemur einn þeirra út með haglabyssu beint að andlitinu að mér,“ segir Jóhann. 

Jóhann segist þá hafa hringt á lögreglu sem kom á vettvang og tók skotvopnið af manninum. Hann segir mennina ekki hafa verið af Austurlandi. 

Jóhann segist hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu í dag, en ekki fengust frekari upplýsingar hjá lögreglunni á Austurlandi um hvar málið er statt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert