Segir Kristin E. hafa misnotað sig kynferðislega

Kristinn E. Andrésson.
Kristinn E. Andrésson.

Guðný Bjarnadóttir læknir greinir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag frá því að Kristinn E. Andrésson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Tímarits Máls og menningar, hafi misnotað hana kynferðislega í tvígang þegar hún var einungis níu ára gömul.

Segir hún svo frá að sér hafi verið boðið heim til Kristins og Þóru Vigfúsdóttur, eiginkonu hans, til þess að lesa Sálminn um blómið, en Kristinn og Þóra voru vinahjón foreldra Guðnýjar, og bókin ekki til á heimili hennar.

Greinir Guðný frá því að þegar hún var búin að koma sér fyrir í sófa í stofunni hjá þeim hafi Þóra farið fram, en Kristinn þá byrjað að þukla á henni. Þegar Guðný komst undan sagðist hún þurfa að fara heim, og keyrði Kristinn hana þangað. Á leiðinni spurði hann Guðnýju hvort hún vildi koma með sér upp í Heiðmörk, en Guðný neitaði og Kristinn hafi því keyrt hana heim.

Guðný segir einnig að nokkrum mánuðum síðar hafi Kristinn misnotað hana með svipuðum hætti á hennar eigin heimili, en þar var hann mættur óvænt til þess að gefa foreldrum Guðnýjar bók. Þá hafi Kristinn einnig ítrekað reynt að fá hana aftur í heimsókn, en hún neitað.

Segir Guðný í greininni að hún hafi þagað yfir þessu og skammast sín í áratugi. Hún hafi sagt maka sínum frá þessu, en ekki foreldrum sínum, og ákveðið að þau fengju að deyja án þess að vita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »