Umræða um mismunun pólitísk og siðferðisleg

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnalæknir hefur ekki tekið þátt í neinum umræðum um sérstakar sóttvarnaaðgerðir fyrir óbólusetta við kórónuveirunni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í gær að skoða mætti sérstaka kórónupassa; þannig að bólusettir séu frjálsari í samfélaginu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að umræða um hertar aðgerðir fyrir óbólusetta eða meira frjálsræði fyrir bólusetta hafi sprottið reglulega upp síðan hann hóf að sjá um bólusetningar árið 2002.

Mín afstaða hefur alltaf verið sú að það eigi að fara mjög varlega í að skylda fólk í bólusetningar, við gætum búið til önnur vandamál og það er ekki víst að þátttakan aukist neitt,“ segir Þórólfur.

Faglegar forsendur ekki til staðar

Hvað Covid varðar sérstaklega segir Þórólfur að það yrðu að vera faglegar forsendur fyrir því ef réttindi fólks ættu að verða mismunandi.

mbl.is/Arnþór Birkisson

Faglegu forsendurnar felast í því að það sé klárt að bólusetningin verndi þá sem eru bólusettir umfram hina. Það er bara ekki þannig núna þó bólusetningin sé svo sannarlega að gera sitt þá eru bólusettir líka að smita, smitast og leggjast inn,“ segir Þórólfur og heldur áfram:

Við erum ekki alveg á þeim faglega stað að við getum sagt að bólusetning allra óbólusettra með tveimur sprautum myndi ljúka þessum faraldri innanlands. Það er ekki þannig. Auðvitað bindum við vonir við að þriðja sprautan verndi miklu betur en það á bara eftir að koma í ljós.

Ef þriðja sprautan verndar síðan mun betur segir Þórólfur að þá sé hægt að ræða þessi mál af einhverju viti. Sú umræða sé pólitísk og siðferðisleg og stjórnvöld ákveði það endanlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert