Rafmagn komið aftur á í Neskaupstað

Neskaupstaður.
Neskaupstaður.

Rafmagnslaust hefur verið í hluta Neskaupstaðar vegna bilunar í jarðstreng. Á vefsíðu Rarik segir að búið sé að staðsetja bilunina og að unnið sé að því að breyta tengingum innanbæjar svo rafmagn komist aftur á.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir í samtali við mbl.is að sá hluti sem sé rafmagnslaus sé miðbær Neskaupstaðar.

„Rarik var að senda út tilkynningu, þeir eru búnir að finna bilunina en hún er í jarðstreng og þeir eiga von á að það verði komið rafmagn á allan bæinn eftir svona klukkutíma,“ segir Jón Björn.

„Það horfir allt til betri vegar,“ bætir hann við.

Uppfært: Rafmagn er komið aftur á í bænum.

mbl.is