Blómvöndur lagður eftir umferðarslys

Konan sem lést var á sjötugsaldri og af erlendum uppruna.
Konan sem lést var á sjötugsaldri og af erlendum uppruna. mbl.is/Óttar

Fallegum blómvendi hefur verið komið fyrir í grennd við gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs til minningar um konu sem lést þar í umferðarslysi á fimmtudag.

Greint var frá því á fimmtudaginn að banaslys hafi orðið þegar strætó ók á gangandi vegfaranda. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang og var konan flutt á sjúkrahús.

Konan sem lést var á sjötugsaldri og af erlendum uppruna.

mbl.is