Útlit fyrir að vínbúðin fari úr miðbænum og út á Granda

Vínbúðin í Austurstræti þykir óhentug fyrir áfengsissölu.
Vínbúðin í Austurstræti þykir óhentug fyrir áfengsissölu. mbl.is/sisi

Útlit er fyrir að vínbúð ÁTVR í miðbæ Reykjavíkur verði flutt úr Austurstræti og út á Granda. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, sagði í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins í gær að húsnæðið á Fiskislóð 10, þar sem Íslandsbanki var áður til húsa, hafi uppfyllt skilyrði um staðsetningu og þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu ÁTVR á dögunum.

„Næsta skref er að fara í viðræður við eigendur húsnæðisins á Fiskislóð 10 og sjá hvort samningar nást. Það verður ekki fyrr en niðurstaða liggur fyrir úr þeim viðræðum að ákvörðun verður tekin um opnun nýrrar vínbúðar og þá hugsanlega lokun á vínbúðinni í Austurstræti,“ segir Sigrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »