Endurskoðun viðskiptasamnings við ESB til skoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum í dag þar sem nýr …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum í dag þar sem nýr stjórnarsáttmáli var kynntur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinstri græn taka við ráðuneyti mat­væla-, sjáv­ar­út­vegs-, og land­búnaðar á komandi kjörtímabili en Katrín Jakobsdóttir sér sérstaklega mikil tækifæri í grænmetisræktun innanlands. Þá er á dagskrá að ljúka endurskoðun viðskiptasamnings við ESB um innflutning landbúnaðaafurða. 

Það var unnin matvælastefna á kjörtímabilinu og það sem við segjum í þessum stjórnarsáttmála er að Þarna eru mikil tækifæri, ekki bara í kjöt og mjólk heldur líka í grænmetisræktun,“ segir Katrín í samtali við mbl.is í dag en hún segir mikið af grænmeti flutt inn sem gæti verið ræktað hér heima.

90% innflutt sem gæti verið ræktað hér

„Við erum að sjá breytt neyslumynstur fólks hvað það varðar og raunar bara alveg ótrulegt, eins og ég hef sagt í svona þrjú ár, að við séum að bjóða fólki upp á það að yfir 90% af sumum grænmetistegundum sem hægt er að rækta hér eru innfluttar til neyslu. Þannig að þarna eru mikil tækifæri“. 

Svandís Svavarsdóttir mun yfirgefa heilbrigðisráðuneytið og taka við hinu nýja ráðuneyti mat­væla-, sjáv­ar­út­vegs-, og land­búnaðar.

Akuryrkja og meira lífrænt

Í sáttmálanum er í undirkaflanum Landbúnaður fjallað um akuryrkju og eflingu lífrænnar framleiðslu en Katrín segir ærin verkefni fyrir hendi innan landbúnaðarins. Bæði í hagræðingaraðgerðum en líka til þess að auka hagræði.

„Það er spennandi verkefni því ég held að það sé gríðarleg eftirspurn eftir innlendum matvælum og þar erum við líka að horfa á sjónarmið fæðuöryggis og matvælaöryggis.“

Munuð þið leggja frekari þröskulda í garð innfluttra þá?

Nei, en þarna er vitnað til þess að við ætlum að ljúka við endurskoðun á viðskiptasamningnum við ESB um innflutning á landbúnaðarafurðum sem auðvitað hefur verið rætt töluvert um og við höfum óskað eftir endruskoðun á vegna þess að hann tók engum breytingum þegar eitt stærsta viðskiptaland okkar fór úr ESB. Þanig að ég hef væntingar til þess að fyrri endurskoðun verði lokið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert