Berast tilkynningar vegna afsláttardaga

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó nokkrir afsláttadagar hafa verið í þessum mánuði og er í dag hinn svokallaði net-mánudagur eða Cyber Monday. Töluverð umræða hefur verið um það að fyrirtæki séu að hækka verðlagningar fyrir afsláttardaga til þess að setja síðan afslátt ofan á. Samkvæmt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, bárust ellefu slíkar tilkynningar til samtakanna eftir Singles Day afsláttardaginn sem var 11. nóvember.

Einhverjar tilkynningar höfðu einnig borist eftir síðastliðinn föstudag þegar svokallaður svartur föstudagur eða black friday var.

„Tilkynningarnar eru af mismunandi toga, allt frá því að fólk segi okkur frá því en náttúrulega best er ef að það eru myndir til að staðfesta bæði verð fyrir og eftir og helst með dagsetningum, þannig að það sé hægt að staðfesta það,“ segir Breki. Hann segir að í þeim tilvikum sendi samtökin málið til Neytendastofu sem tekur svo ákvörðun um hvort það verði rannsakað og þá hugsanlega einhverjir sektaðir eða úrskurðað í málinu.

Fyrirtæki bregða á fleiri ráð

Hann segir þetta þó ekki einungis vera það eina sem fyrirtæki hafi tekið upp á vegna afsláttardaganna heldur hafi líka komið dæmi um það að verslun hafði tilkynnt um að tilboð væri að ræða en ekkert sagt um verð áður heldur einungis gefið upp tilboðsverðið. „Það þarf að vera með verðið fyrir og eftir, þannig að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Breki.

„Við náttúrulega vonum ekki en við fáum því miður alltaf einhverjar tilkynningar,“ segir Breki, spurður hvort að búist væri við því að fleiri tilkynningar myndu berast eftir afsláttardaginn í dag.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »