Léttir að greinast með krabbamein

Borgarfulltrúinn Egill Þór Jónsson greindist með stóreitilfrumukrabbamein í sumar. Hann á eitt barn með unnustu sinni, Ingu Maríu, og var annað á leiðinni þegar hann greindist. 

Egill Þór hefur þegar gengið í gegnum eina krabbameinsmeðferð og „sigrast“ á meininu einu sinni en fékk fréttir þess efnis í síðustu viku að hann væri aftur kominn með krabbamein og bíður nú frekari rannsókna. 

Egill Þór segir frá raunum sínum, hvernig engan órar fyrir, svo ungur, að geta greinst með krabbamein og hvernig var að takast á við tilhugsunina um dauðann með nýtt líf á leiðinni í Dagmálum í samtali við Karítas Ríkharðsdóttur. 

Viðtalið við Egil Þór má nálgast í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert