Munu keppa við Írland og Spán

James Bond í skothríð frá illmenninu Frá tökum tuttugustu Bond …
James Bond í skothríð frá illmenninu Frá tökum tuttugustu Bond myndarinnar á Íslandi. RAX / Ragnar Axelsson

„Endurgreiðsluhlutfallið verður hækkað og með því ætlum við að styðja enn frekar við greinina. Markmiðið er að Ísland verði samkeppnishæft við önnur ríki og að stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Fram kom í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var á sunnudag að „alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis verður eflt. Við ætlum að styðja enn frekar við greinina með hærri endurgreiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum“, segir þar.

Framsóknarflokkurinn boðaði hækkun endurgreiðslu vegna kostnaðar sem fellur til við kvikmyndagerð í aðdraganda kosninga. Kvikmyndagerðarmenn hafa lengi kallað eftir slíku framtaki. Endurgreiðsluprósentan er nú 25% en þeir hafa vilja sjá hækkun upp í 35% til að geta keppt við lönd á borð við Írland en stór verkefni á borð við Game of Thrones hafa fallið Írum í skaut vegna þessa.

Lilja vill ekki staðfesta hversu mikið endurgreiðsluprósentan verður hækkuð en skilaboðin eru þó skýr. „Við erum að fara að keppa við Írland og Spán. Við gerum þetta til að keppa við þessi stóru lönd.“

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, fagnar áformum nýrrar ríkisstjórnar. „Það hafa verið viðræður við stærri fyrirtæki úti í heimi og skilaboðin eru á þá leið að ef endurgreiðslan fer upp í 35% þá eru þessi fyrirtæki tilbúin að koma hingað í tökur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »