Kæru íbúa við Þrymsali hafnað

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru íbúa og íbúðaeigenda við Þrymsali í Kópavogi um að ógilda nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts í Garðabæ. Til vara var þess krafist að deiliskipulag við Vorbraut 21-55 yrði fellt úr gildi og einnig sá hluti deiliskipulagsins þar sem fjallað er um að austurhluti Vorbrautar, sunnan við Þrymsali, verði lagður í stokk.

Um var að ræða tvær kærur, sem voru sameinaðar í einum úrskurði, þar sem niðurstaðan er að þeir form- eða efnisannmarkar liggi ekki fyrir á undirbúningi og málsmeðferð ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi sem raski gildi hennar.

Fyrirsjáanleiki?

Í úrskurðinum kemur m.a. fram í málsrökum kærenda að áður en þeir hafi keypt lóðir sínar hafi þeir kynnt sér gildandi deiliskipulag fyrir Hnoðraholt enda skipti byggð sunnan við lóðir þeirra þá verulegu máli. Gildandi deiliskipulag Hnoðraholts, sem staðið hafi óbreytt í nær 25 ár, sýni að í Hnoðraholti næst fasteignum kærenda séu í skipulagi einnar hæðar sérbýli sem standi í hæfilegri fjarlægð frá lóðarmörkum ystu byggðar við Þrymsali. Nú sé horfið frá lágreistri sérbýlishúsabyggð og í stað þess gert ráð fyrir tveggja hæða raðhúsum sem standa muni afar nálægt núverandi byggð við Þrymsali.

Í úrskurðinum kemur einnig fram að af hálfu kærenda sé vísað til þess að eitt af markmiðum skipulags sé að draga úr óvissu og auka fyrirsjáanleika eins og kostur sé. „Það að Garðabær muni leggja í kostnað upp á tvö þúsund milljónir í tengingu sem eigi eingöngu að þjónusta 11-12% af umferð inn og út úr hverfinu sé ekki trúverðugt,“ segir í úrskurðinum.

Enginn vafi

Bæjaryfirvöld benda m.a. á að framsetning skipulagsins um að Vorbraut skuli lögð í stokk fullnægi vel kröfum skipulagslaga og reglugerðar um framsetningu og skýrleika skipulagsákvarðana. Enginn vafi sé um efni skipulagsins varðandi það að umræddur vegur skuli lagður í stokk og væri ekki hægt að víkja frá þeirri ákvörðun að óbreyttu skipulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert