„Frú forseti...“

Einhverjir þingmenn voru orðnir nokkuð lúnir við fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp forsætisráðherra fyrir árið 2022 á Alþingi í gær. Umræður stóðu frá því klukkan hálf ellefu í gærmorgun og fram til ellefu að kvöldi.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi frumvarpið á ellefta tímanum í gærkvöldi og mismælti sig einu sinni þegar hann kallaði nafna sinn Ármannsson, forseta Alþingis, frú forseta.

Myndskeið af frú Birgi Ármannssyni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina