National Geographic ánægt með mynd af gosinu

Meðfylgjandi mynd er eftir ljósmyndara Morgunblaðsins. Hún tengist ekki frétt …
Meðfylgjandi mynd er eftir ljósmyndara Morgunblaðsins. Hún tengist ekki frétt National Geopgraphic með beinum hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósmynd af eldgosinu í Fagradalsfjalli er ein af bestu ferðalagamyndum ársins samkvæmt National Geographic.

Myndina má sjá hér.

Ljósmyndarinn Chris Burkard tók myndina og er hún valin í hóp þeirra 18 mynda sem National Geographic birti á heimasíðu sinni í gær sem bestu ferðalagamyndir ljósmyndara tímaritsins.

Myndin sýnir hraun renna í Geldingadölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina