Ekkert staðfest um að gos sé hafið að nýju

Myndin hér er frá Geldingadölum en hún er úr safni.
Myndin hér er frá Geldingadölum en hún er úr safni.

Veðurstofan hefur fengið símtöl frá fólki í dag sem telur að gos sé hafið í Geldingadölum að nýju en ekkert slíkt hefur verið staðfest. Engin kvika hefur sést streyma upp úr gígnum enn sem komið er en Veðurstofan fylgist með þróun mála og hefur látið almannavarnir vita.

„Það streymir gas úr gígnum og í þessari stillu og frosti er það sýnilegra og lítur meira út eins og það sé að gjósa en við höfum ekki séð á neinni vefmyndavél að það sé kvika að koma upp,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Það er ekkert nýtt að gas streymi upp úr gígnum, sú staða hefur verið uppi mánuðum saman.

Óvissustigi vegna gossins var aflýst í gær. 

mbl.is