Fjórðungssamdráttur í jólabjór

Mikil gleði var þegar sala á Tuborg Julebryg hófst í …
Mikil gleði var þegar sala á Tuborg Julebryg hófst í lok október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls seldist 464.791 lítri af jólabjór í Vínbúðunum fyrstu fjórar söluvikurnar þetta árið, frá 5. nóvember til og með 2. desember. Þetta er umtalsvert minna en á sama tíma í fyrra. Fyrstu fjórar vikurnar árið 2020, dagana 4. nóvember og til og með 1. desember það ár, seldust 618.369 lítrar af jólabjór. Nemur þessi samdráttur í sölu 24,8% eða tæpum fjórðungi.

Þennan samdrátt í sölu má eflaust að mestu rekja til þess að í fyrra voru flestir veitingastaðir lokaðir vegna samkomutakmarkana. Þá var landið svo til lokað og sala í Leifsstöð lítil sem engin. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum nam söluaukning jólabjórs milli áranna 2019 og 2020 alls 58% svo fjórðungssamdráttur í ár þykir kannski ekki svo slæmur.

Af seldum jólabjór er hlutdeild Tuborg julebryg 48% sem er svipað hlutfall og undanfarin ár. Næstvinsælasti jólabjórinn er Víking jólabjór með rúmlega 8% hlutdeild, tæp 6% selds jólabjórs eru Thule og 5% Jólagull. Fimmti vinsælasti jólabjórinn er Jóla Kaldi með rúma 4% markaðshlutdeild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »