Þrjár líkamsárásir í nótt

74 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun. Sex gista nú í fangageymslum lögreglunnar að því er fram kemur í dagbók hennar.

Fimm umferðaróhöpp voru skráð á tímabilinu og þrjár líkamsárásir.

Þá voru fjórir ökumenn handteknir fyrir ölvunar og/eða fíkniefnaakstur.

mbl.is