Dæmdur fyrir kynferðislegt myndband af vistmanni

Héraðsdómur Reykjavíkur við Austurstræti.
Héraðsdómur Reykjavíkur við Austurstræti. Ljósmynd/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi mann í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðislega háttsemi í starfi með fötluðum einstakling. Þá er honum gert að greiða brotaþola 400.000 krónur í miskabætur auk þess sem honum er gert að greiða 1.241.134 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs.

Ákæran sneri að því að sá ákærði hafði, í starfi sínu með fötluðum einstakling, sent myndbrot af brotaþola þar sem hann lá nakinn uppi í rúmi með hendur á kynfærasvæði sínu. Hann hafi í kjölfarið sent myndbandið á annan mann og þar látið fylgja; „Gæinn er að rífa í hann“.

Fyrir þá sem ekki vita hvað er vísað í þar segir í dómnum: „. Alkunna er samkvæmt almennri málvenju, að fyrrgreint orðalag skírskotar á groddalegan hátt til sjálfsfróunar karlmanns“.

Hótaði líkamsmeiðingum

Í kjölfar þess að senda myndbandið áfram hafi maðurinn þá staðið í hótunum við viðkomandi aðila sem fékk myndbandið sett. Hótaði hann honum líkamsmeiðingum þar sem hann teldi ljóst að „það væri verið að jarða“ mannorð hans.

Sá dæmdi hafði þá áður verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot auk þess sem hann hafði einnig verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Sakaferill mannsins varð því til refsiþyngingar.

Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi auk tveggja ára skilorðs. Þá falla þrír mánuðir af refsingunni haldi maðurinn almennu skilorði að þriggja mánaða vist lokinni. Einnig var honum gert að greiða 400.000 krónur í miskabætur auk 1.241.134 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert