Dýrara að leggja

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar Reykjavíkur leggur til að dýrasta stöðugjald bíla gildi enn víðar í borginni en nú. Þannig færist eftirtaldar götur úr gjaldsvæði 2 í gjaldsvæði 1:

Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Bjargarstígs. Bjarnarstígur. Frakkastígur, milli Njálsgötu og Grettisgötu. Garðastræti, milli Túngötu og Vesturgötu. Hallveigarstígur. Ingólfsstræti, bílaplan norðan við Hallveigarstíg 1. Ingólfsstræti, milli Amtmannsstígs og Spítalastígs. Kárastígur. Mjóstræti. Njálsgata, milli Klapparstígs og Frakkastígs. Skólavörðustígur, milli Týsgötu og Njarðargötu.

Þá er lagt til að Félagstún breytist úr gjaldsvæði 4 í gjaldsvæði 3. Eftirtaldar götur verði gjaldskyldar og á gjaldsvæði 2: Barónsstígur, milli Bergþórugötu og Grettisgötu. Njálsgata, milli Barónsstígs og Snorrabrautar og Ægisgata.

Þá verði Bergþórugata, milli Barónsstígs og Snorrabrautar, auk bílaplans á lóð nr. 1 við Frakkastíg gerð gjaldskyld og þar á að gilda gjaldsvæði 3.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert