Erlendir miðlar fjalla um goslokin

Elgosið stóð yfir í sex mánuði.
Elgosið stóð yfir í sex mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erlendir miðlar fjalla nú um formleg lok eldgossins í Geldingadölum en á laugardag sagði Veðurstofan frá því að ekki hafi sést hraunflæði frá gígnum í þrjá mánuði. Áfram mælist þó þensla á svæðinu.

Í viðtali við AFP-fréttaveituna nefnir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofunni, að gosið teljist nú vera lokið. Áfram fari þó fram mælingar á svæðinu.

Á vef the Guardian segir að goshrinan hófst 19. mars og stóð því yfir í sex mánuði. Eldgosið í Geldingadölum er því lengsta eldgosið hérlendis í 50 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert