Jarðskjálfti af stærðinni 2,5 við Hamarinn

Jarðskjálfti af stærð 2,5 reið yfir rétt austan af Hamrinum …
Jarðskjálfti af stærð 2,5 reið yfir rétt austan af Hamrinum í Vatnajökli rétt eftir klukkan 13:07 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti sem var 2,5 að stærð reið yfir rétt austan af Hamrinum í Vatnajökli klukkan 13:07 í dag. Tveir minni skjálftar fylgdu fljótlega á eftir, einn af stærðinni 1,6 suðaustan af Bárðarbungu og annar af stærðinni 2,0 austnorðaustur af Hamrinum.

Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands eru engin merki um óvenjulegan gosóróa á svæðinu.

Þá virðist ekkert lát vera á skjálftahrinunni í Vatnafjöllum en samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands hafa minnst þrír skjálftar yfir stærðinni riðið yfir svæðið í dag.

„Það er áframhaldandi virkni þar eins og hefur verið síðastliðna daga. Hún pikkaðist aðeins upp í morgun en skjálftarnir hafa allir verið frekar litlir fram að þessu. Stærsti skjálftinn í dag var 1,9 að stærð og átti sér stað rétt fyrir klukkan eitt,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Spurð segir hún Veðurstofu ekki hafa borist neinar tilkynningar um skjálfta í dag, hvorki frá Vatnajökulssvæðinu né Vatnafjöllum.

Þá segir hún sérfræðinga rólega yfir stöðunni en að áfram sé fylgst vel með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert