Um fjögur þúsund með forstig æxlis

Sigurður Yngvi Kristinsson.
Sigurður Yngvi Kristinsson. Ljósmynd/Aðsend

Forstig mergæxlis greindist hjá fimm prósentum Íslendinga, fjörutíu ára og eldri, í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Átakið er liður í umfangsmiklu rannsóknarverkefni á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands.

Þessar niðurstöður voru kynntar á stórri árlegri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku og vöktu mikla athygli en í óformlegri skoðanakönnun hlaut rannsóknarverkefni Sigurðar flest atkvæði helstu sérfræðinga í mergæxli í heiminum, sem áhugaverðasta framlagið. 

Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg. Oft verður einkenna sjúkdómsins ekki vart fyrr en hann hefur þegar haft alvarleg áhrif á heilsuna. Hér á landi greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn árlega og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Niðurstöður í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“, sem er liður í umfangsmiklu rannsóknarverkefni á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, staðfestu það að sjúkdómurinn verður algengari með hækkandi aldri.

Fyrir fimm árum hóf Sigurður Yngvi vinnu við að svara rannsóknarspurningunni hvort það sé ávinningur af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Rúmlega 80 þúsund einstaklingar tóku þátt. Þessi mikla þátttaka vakti gríðarlega athygli á árlegri læknarannsókn í Bandaríkjunum í síðustu viku og er algjört lykilatriði í rannsókninni að sögn Sigurðar Yngva.

„Íslendingar eru mjög opnir og til í að taka þátt í vísindarannsóknum, við erum upplýst þjóð.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Frá Lækjargötu á Menningarnótt.
Frá Lækjargötu á Menningarnótt. mbl.is/Þorsteinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert