Enn verða tafir í Laugardalshöll

Tugþúsundir hafa mætt í bólusetningu á þessu ári.
Tugþúsundir hafa mætt í bólusetningu á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er ljóst að enn verða tafir á því að Laugardalshöll komist í gagnið á ný. Tilboð í raflögn og viðburðabúnað í Höllinni voru svo há að Reykjavíkurborg hafnaði þeim öllum. Búið er að bjóða verkið út að nýju og verða tilboð opnuð 11. janúar 2022.

Tilboð í verkið voru opnuð 10. desember sl. og bárust fjögur tilboð. Voru þau á bilinu 65 til 96 milljónir, eða á bilinu 260-383% af kostnaðaráætlun, sem var 25 milljónir.

Hinn 15. desember ákvað umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að hafna öllum tilboðunum sem bárust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert