493 greindust innanlands á aðfangadag

522 greindust með smit í gær.
522 greindust með smit í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust í gær, aðfangadag, 522 með Covid-19 smit. Þar af voru 29 sem greindust með landamærasmit og 493 sem greindust innanlands Alls voru 155 af þeim sem greindust í sóttkví.

Í dag eru 3.188 í einangrun og 4.035 í sóttkví. 

Opinberar tölur eru ekki birtar á covid.is yfir jólin, en fjöldatölur yfir PCR sýna sem tekin voru í gær koma fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð á mánudag.

mbl.is