Dreifing ösku látinna verði frjáls

Frumvarpið hefur tvívegis áður verið flutt á þingi en ekki …
Frumvarpið hefur tvívegis áður verið flutt á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Engin ástæða er til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift. Þetta segir í greinargerð með frumvarpi fimm þingmanna um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Fyrsti flutningsmaður er Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Frumvarpið hefur tvívegis áður verið flutt á þingi en ekki hlotið afgreiðslu.

Töluverð opinber íhlutun

Flutningsmenn segja að gildandi lög feli í sér töluverða opinbera íhlutun þegar kemur að jarðneskum leifum fólks. Sú íhlutun er að þeirra mati ónauðsynleg og vilja þeir að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Þeir leggja til að áfram verði búið um ösku eftir líkbrennslu í þar til gerðum duftkerjum. Aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verði við kerin. Þeir vilja að ekki verði lengur skylda að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði vandamanna heldur verði um heimild að ræða. Bent er á að nú séu um 35% allra útfara bálfarir og þeim hafi fjölgað sem óska eftir því að öskunni megi dreifa utan kirkjugarða. Núverandi ákvæði sem heimili slíkt með leyfi sýslumanns telja þeir of ströng. Áfram sé þó rétt að kveða á um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, þar á meðal um upplýsingar til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Flutningsmenn vekja athygli á því að í nálægum löndum sé dreifing ösku ekki takmörkuð eins mikið og hér, svo sem er varðar staðsetningu eða auðkenningu slíkra dreifingarstaða.

Kirkjugarðasambandið hefur í umsögn um frumvarpið sagt að breytingarnar sem það boðar séu varhugaverðar. Hvergi á Norðurlöndum hafi verið gengið eins langt í að slaka á regluverkinu og frumvarpið leggur til að gert verði hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »