Gengur ekki að hafa tugi þúsunda í sóttkví

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl/Arnþór Birkisson

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir ljóst að samfélagið gangi ekki ef tugir þúsunda þríbólusettra einstaklinga verði innilokaðir í sóttkví. Finna verði leið til að láta hagkerfið ganga. Nefnir hann það sem hugmynd að þeir sem eru fullbólusettir og með örvunarskammt fari í smitgát frekar en sóttkví.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sóttvarnaaðgerðirnar snerti flestar fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir. „Samfélagið stendur nú frammi fyrir þeirri áskorun að halda nauðsynlegri kjarnastarfsemi gangandi,“ segir Halldór og bætir því við að víða í atvinnulífinu sé erfitt að tryggja lágmarksmönnun. „Samfélagið og hagkerfið þola ekki að starfsemi grunninnviða í atvinnulífinu stöðvist, jafnvel þótt það sé tímabundið,“ segir Halldór.

Ýmis starfsemi hefur staðið tæpt vegna manneklu. Til að halda mikilvægri starfsemi gangandi hefur verið sótt um að hluti starfsmanna sé í svokallaðri vinnusóttkví, fái undanþágu til að fara til og frá vinnu, þó með miklum takmörkunum. Tekur Halldór fram að enginn starfsmaður í sóttkví sé neyddur til vinnu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »