Leikskólabörn boðuð síðar í bólusetningu

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára munu fara …
Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára munu fara fram í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bólusetningar grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu fara fram í Laugardalshöll vikuna 10. til 14. janúar, en boð verða send út til foreldra eigi síðar en 7. janúar.

Foreldrum allra barna á aldrinum 5 til 11 ára verður boðið að láta bólusetja börn sín en byrjað verður á bólusetningu grunnskólabarna og svo verður leikskólabörnum fæddum árið 2016 boðin bólusetning.

Leikskólabörnum fæddum árið 2017 býðst einnig bólusetning þegar þau verða 5 ára. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar en fyrirkomulag vegna bólusetningu leikskólabarna verður auglýst síðar á vefnum og kynnt vel fyrir foreldrum.

Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um bólusetningar barna og fylgiseðil vegna bóluefnisins á vef heilsugæslunnar. Eru foreldrar hvattir til að leita svara þar áður en haft er samband við heilsugæsluna eða netspjall Heilsuveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert