Flugmönnum fjölgað jafnt og þétt

Starfið heillar alltaf og landið er nú að rísa að …
Starfið heillar alltaf og landið er nú að rísa að nýju. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Um 320 flugmenn eru í dag starfandi hjá Icelandair, en að undanförnu hefur félagið í nokkrum mæli tekið til starfa aftur flugliða sem sagt var upp þegar flug nánast lagðist af í faraldrinum. Fæstir voru flugmenninir á fyrri hluta árs 2020, eða um 70. Hefur síðan þá verið fjölgað í samræmi við uppbyggingu félagsins, segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Flugmenn Icelandair fyrir faraldur voru um 550. Þá er vel þekkt að flugmönnum félagsins er fjölgað yfir sumartímann, enda eru umsvifin í rekstrinum mest þá. Framboð í flugi og ferðum Icelandair var í desember síðastliðnum um 65% af því sem var í þeim sama mánuði 2019. Framboðið nú, það er í janúar, er 60% af sama mánuði 2019.

Sætanýting í millilandaflugi var 71%, samanborið við 40% í desember 2020 og 81% í desember 2019. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19.000 í desember sl., svipað og fyrir faraldur.

Áfangastaðir félagsins næsta sumar verða 43. Nýmæli þar er flug til Rómar, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »